Fagna breytingu á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem er til umsagnar inn á samráðsgátt stjórnvalda, er fagnað af bæjarráði Reykjanesbæjar sem lagt hefur fram bókun um málið.
Bæjarráð Reykjanesbæjar bókaði eftirfarandi: „Unnið hefur verið um nokkurt skeið að endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga með það að markmiði að bæta gæði jöfnunar og auka gagnsæi með einfaldari útreikningum og aðlögun að sveitarfélagagerðum í dag. Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar ásamt skýrslu um vinnuna og þær forsendur sem lágu til grundvallar breytingartillögunum.
Bæjarráð Reykjanesbæjar fagnar þessari breytingu á regluverkinu og telur að þær stuðli að sanngjarnari og einfaldari útreikningi á jöfnunarframlögum.“
Undir bókunina rita þau Friðjón Einarsson (S), Guðbergur Reynisson (D), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).